Aqua Zumba í sundlauginni Hrafnagili

Aqua Zumba í sundlauginni Hrafnagili sjáumst hress í sundi!

Aqua Zumba í sundlauginni Hrafnagili

Þórunn Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Zumba-kennari, verður með Aqua Zumba tíma á föstudeginum í sundlauginni á Hrafnagili. Einungis þarf að greiða inn í laugina til að taka þátt. Tíminn hefst klukkan 17:00.

Í viðtali við Þórunni frá árinu 2018 segir hún aqua zumba vera góða alhliða líkamsrækt. "Vatnið hefur mjög góð áhrif á hjarta- og æðakerfið og því hentar Aqua Zumba vel fólki sem glímir við t.d. of háan blóðþrýsting og þess háttar. Vatnið lækkar hjartsláttinn þannig að púlsinn verður ekki rosalega hraður miðað við sambærilega hreyfingu á landi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hreyfing í vatni hefur góð áhrif á andlega líðan, sé spennulosandi og hreinsi hugann.“ 

Hún segir þá aðallega konur sem sækja í Aqua Zumba en þetta sé þó ekki síður fyrir karla og henti fólki á öllum aldri. „Þetta er mun breiðari aldurshópur en í venjulegu Zumba. Yngstu þátttakendurnir eru á þrítugsaldri og elstu eru á sextugsaldri, þetta er mjög fjölbreytilegur hópur sem er skemmtilegt"
Ekki láta þennna tíma framhjá þér fara ef þú vilt prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt í góðum félagsskap. 



*Birt með fyrirvara um breytingar á veðri 


Svæði

Fylgdu okkur á facebook