10.05.2021
Markaðsstemming
Kl 13 - 18 verður frábær markaðsstemmning á Ráðhústorgi laugardag og sunnudag .
Hægt verður að versla handverk og hönnun, notað og nýtt, antík, prjónavörur, húðvörur, matvörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skó, fatnað eða bara það sem þér dettur í hug. Endilega gerið ykkur ferð í miðbæinn og gerið frábær kaup!
Vert er að taka fram að það kostar ekkert að skrá sig og koma að selja en gott er að hafa samband svo hægt sé að raða söluaðilum skemmtilega upp á torgið.
Hefur þú eitthvað að selja? Skráning er hjá Valdísi í gegnum netfangið valdislara@gmail.com eða í síma 8434499.
Hlökkum til að sjá ykkur í markaðsstemmingu á Ráðhústorgi!