VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í SKEMMTILEGUM VIÐBURÐUM UM VERSLUNARMANNAHELGINA?
HÆFILEIKAKEPPNI UNGA FÓLKSINS
Glerártorgi, sunnudaginn 6. ágúst kl. 14 - 16
Ertu með einhverja hæfileika sem þig langar að sýna okkur?
Jójó snillingur, söngur, dans, töframaður eða bara hvað sem er. Fyrir 16 ára og yngri.
Vegleg verðlaun í boði og sigurvegarar fá að sýna á Sparitónleikum um kvöldið.
Búið er að opna fyrir skráningar, sendið póst á sindrinns96@gmail.com
HEFUR ÞÚ EITTHVAD AÐ SELJA?
Markaðsstemning á Ráðhústorgi, laugardaginn 5. ágúst og sunnudaginn 6. ágúst
milli kl. 12 - 17
Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður
eða bara það sem þér dettur í hug!
Hafðu samband við Valdísi í netfangið vlt@visir.is eða í síma 462-7618 og bókaðu þitt pláss.
GILIÐ UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Kirkjutröppuhlaup, föstudaginn 4. ágúst
Keppt verður í fjórum aldursflokkum og fá fyrirtæki og félagasamtök einnig að taka þátt.
Skráning er á staðnum og einnig er hægt að senda póst á aglaegilson@gmail.com
Kirkjutröppu Townhill niður kirkjutröppurnar og Upphill Götuhjólakeppni
upp Listagilið, sunnudaginn 6. ágúst
Skráning á vef Hjólreiðafélags Akureyrar
MÖMMUR OG MÖFFINS
Lystigarðinum, laugardaginn 5. ágúst kl. 16
Viðburðurinn Mömmur og möffins hefur fest sig í sessi enda einstaklega fallegur, litríkur og gefandi. Mömmur
og Möffins er hópur af áhugasömu fólki á öllum aldri, sem finnst gaman að baka möffins, skreyta möffins,
borða möffins og selja möffins. Ágóðinn rennur til góðgerðamála til Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu vera með?
Við hvetjum alla áhugasama bakara að taka þátt og koma með girnilegar möffins, sem við tökum á móti
í Lystigarðinum laugardaginn 5. ágúst klukkan 16. Allar frekari upplýsingar gefur valdisanna@internet.is
GENGIÐ AF GÖFLUNUM - GENGIÐ TIL GÓÐS
Góðgerðaganga starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar laugardaginn 5. ágúst
Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar munu ganga Eyjafjarðarhringinn (Ráðhústorgið á Akureyri, Laugarland,
Ráðhústorgið á Akureyri) í fullum reykköfunarklæðum og með allan reykköfunarbúnaðinn.
Markmiðið er að safna peningum með áheitum fyrir Hollvini SAK en samtökin hafa verið að safna fyrir nýrri ferðafóstru
Þeir sem vilja ganga til liðs við okkur mega leggja fram frjáls framlög á reikning á vegum SAk
Reikningur 0565-14-405630
Kennitala 640216-0500