HÚLLADÚLLA UM VERSLUNARMANNAHELGINALaugardagurinn 5.ágúst
Húlladúlla verður á útisvæðinu hjá Sykurverk klukkan 14:00. Það er frítt fyrir alla og boðið verður upp á kökur og kræsingar í boði Sykurverks. Húlladúllan mun bjóða upp á stutta fjölskylduskemmtun og skellir sér svo í heljarinnar húllafjör þar sem allir húlla saman og læra einföld en svakalega flott húllatrix.

Sunnudagurinn 6.ágúst
Húlladúlla verður á Skógardeginum í Kjarnaskógi á Kirsuberjaflötinni (hjá hoppubelgnum) klukkan 14:00. Það er frítt fyrir alla í boði KEA og þar mun Húlladúllan bjóða upp á sirkusfjör með sirkusáhöldum og húllahringjum.

Húllum saman um Verslunarmannahelgina, ekki missa af þessari frábæru fjölskylduskemmtun!