Strandblak í Kjarnaskóg, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 17:00
Þriðja og síðasta mót sumarsins í mótaröð Krákanna verður paramót.
Krákumótin hafa slegið í gegn undanfarin sumur og hvetjum við alla til að skrá sig og vera með á þessu skemmtilega móti. Sérstaklega hvetjum við byrjendur til að skrá sig og stíga sín fyrstu skref í sandinum í góðum félagsskap.
Sjoppa er á staðnum og seldar verða eðal pizzur frá Bryggjunni og svo reynum við alltaf að lofa góðu veðri :)
Skráningu þarf að senda inn á krakumot@gmail.com fyrir klukkan 18:00 miðvikudaginn 1. ágúst.
Kirkjutröppuhlaupið, föstudagur 3. ágúst kl. 16:00
Hlaupið er árlegur viðburður á "Íslensku Sumarleikunum" og er í boði Hamborgarafabrikkunnar og Hótel Kea.
Í ár verður keppt í fjórum aldursflokkum, fyrirtæki og félagasamtök taka nú einnig þátt eins og árið áður.
Það er alls ekki skylda að vera í búning en mjög velkomið og veitt verða sérstök verðlaun fyrir flottasta búninginn.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á staðnum.
Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu og svo framvegis. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur. Frekari upplýsingar má sjá hér einmedollu.is/kirkjutroppuhalup.
Aqua Zumba, föstudagur 3. ágúst kl. 19:00
Í tilefni Einnar með öllu þá verður skelt í Aqua Zumba í Sundlaug Akureyrar.
Kennari er Þórunn Kristín. Einungis þarf að borga í laugina.
Tían Mótorhjólaklúbbur Akureyrar, föstudagur 3. ágúst kl. 20:00
Hópkeyrsla verður um verslunarmannahelgina. Tían hittist á Ráðhústorgi og tekur góðan hring um bæinn og endar á að raða hjólunum í göngugötunni
UFA Eyarskokk, laugardagur 4. ágúst kl. 09:30
Eyrarskokkarar hlaupa um verslunarmannahelgina. Laugardagsæfingin verður frá tjaldstæðinu á Hömrum kl 9.30 og verður boðið upp á fjölbreyttar leiðir um stígana í skóginum og nágrenni, allt frá 8 km upp í 25-30 km. Við hittumst á bílastæðinu við tjaldstæðið og tökum gestum fagnandi.
Þríþrautarkeppni, laugardagur 4. ágúst kl.12:00
Þríþrautarfélag Norðurlands í samstarfi við Íþróttamiðstöðina á Hrafnagili og Umf.Samherja halda þríþrautakeppni að Hrafnagili.
Keppt verður með sprettþrautarsniði þar sem syntir verða 400m, hjólaðir 10-12 km og loks hlaupnir 3 km.
Keppnin fer fram á Hrafnagili og er í samstarfi við íþróttamiðstöðina á Hrafnagili og ungmennafélagið Samherja. Synt verður í lauginni að Hrafnagili, hjólað inn Eyjafjörð að snúningspunkti og tilbaka að lauginni og loks hlaupið um Hrafngilshverfið.
Skráning og nánari upplýsingar hjá axel@vidburdastofa.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn, aldur og áætlaður sundtími í 400m sundi.
Nerf á Leikhúsflötinni föstudag og laugardag og sunnudag í Kjarnaskóg
Nerf stríð er byssuleikur með frauðplastskotum fyrir yngri kynslóðina sem er svipað byggður upp og paintball stríð.
Verðum á flötinni fyrir neðan leikhúsið á föstudag og laugardag frá klukkan 13-22. Á sunnudag verðum við staðsett á skógardeginum í Kjarnaskógi frá 12-16.
Verð fyrir 10 mín á vellinum er 1.000kr.
STRANDHANDBOLTAMÓT KA, sunnudagur 5.ágúst í Kjarnaskógi.
Handknattleiksdeild KA og Íslensku sumarleikarnir halda strandhandboltamót sunnudaginn um Verslunarmannahelgina í Kjarnaskógi. Mótið verður á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja að strákar og stelpur munu spila saman.
Krakkaflokkur (2003-2009 módel) mun spila frá 13:00 til 15:30. Þátttökugjaldið er 2.000 krónur á hvern þátttakanda og er pizzaveisla að mótinu loknu. Að minnsta kosti 4 leikir á hvert lið.
Fullorðinsflokkur (2002 módel og eldri) mun keppa frá 15:30 til 19:00. Þátttökugjaldið er 18.000 krónur á hvert lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið eru grillaðir hamborgarar og ískaldir drykkir. Að minnsta kosti 4 leikir á hvert lið.
Skráning fer fram hjá siguroli@ka.is. Við lofum miklu stuði og mikilli sól!
Skógardagur í Kjarnaskógi, sunnudaginn 5.ágúst kl 12-16
12:00 -16:00 Skógardagur í Kjarnaskógi.
strandhandbolti,bogfimikennsla, ratleikur Nerf stríð ofl.
Allir krakkar fá að tálga(þarf að koma með eigin hníf) og geta poppað yfir eldi og foreldrarnir geta svo fengið sér ketilkaffi sem hitað er yfir opnum eldi.Þar að auki eru svo auðvitað öll leiktækin sem fyrir eru í skóginum og markmiðið er að fjölskyldan geti komið, rölt um skóginn og átt glaðan dag saman. Fjölskyldujóga kl 13.00 – 13.30. - Í rjóðrinu við Aparóluna.
Nerf stríð á skógardeginum í Kjarnaskógi á sunnudeginum kl:12:00 -16:00.
Nerf stríð er byssuleikur með frauðplastskotum fyrir yngri kynslóðina sem er svipað byggður upp og paintball
stríð. 1000kr fyrir 10mín á vellinum
Bogfimideild íþróttafélagsins Akurs býður fólki að prófa bogfimi í Kjarna milli kl 14-16
Annað:
Viljum minna fólk á að á Akureyri er allt til alls ef fólk hefur ekki áhuga á að keppa. Við eigum pollinn og Eyjafjarðaránna fyrir þá sem vilja sigla á Kayak, við eigum öll fjöllin í kringum okkur ef einhverjir vilja ganga á fjöll og svo er aðstaðan í Kjarnaskógi alveg frábær fyrir alla. Strandblakvellir, fjallahjólabrautir, skokk og göngubrautir ásamt fleiru og ekki má gleyma Frisbee golfvöllum bæjarins sem eru 3 í það minnsta.