Föstudagurinn var skemmtilegur og mikiđ á dagskrá í dag

Föstudagurinn var skemmtilegur og mikiđ á dagskrá í dag Föstudagurinn á Einni međ öllu og Íslensku sumarleikunum fór vel fram og margmenni hefur lagt leiđ

Föstudagurinn var skemmtilegur og mikiđ á dagskrá í dag

Mynd: Hilmar Friđjónsson
Mynd: Hilmar Friđjónsson

Föstudagurinn á Einni međ öllu og Íslensku sumarleikunum fór vel fram og margmenni hefur lagt leiđ sína til Akureyrar um helgina.

Hátíđardagskrá kvöldsins var hiđ svokallađa Stórstjörnukvöld Akureyringa ţar sem ađeins heimamenn tróđu upp og eru skipuleggjendur virkilega stoltir af ţví kvöldi. Fram komu Stefán Elí, Anton Líni, Spiceman, Birkir Blćr Rebekka Hvönn og Dóri KÁ/AKÁ.

Kirkjutröppuhlaup fór fram međ góđum undirtektum og sól gladdi mannskapinn fram á kvöld.

Laugardagurinn er ávalt stór á hátíđinni og ţar má nefna viđburđi eins og Mömmur og möffins, Barnadagskrá Greifanns og Flórídana og Hátíđardagskrá kvöldsins ţar sem Svala, Clubdub og Flóni stíga á stokk ásamt fleirum.

Risa Flennibraut full af vatni er stađsett í Listagilinu ásamt ţví ađ 2 tívolí eru í bćnum og fleira sem hćgt er ađ njóta á milli dagskráliđa.

Íslensku sumarleikarnir eru svo i fullum gangi og ţar má nefna Hot Yoga í Vađlaheiđargöngum, Súlur Vertical Utanvegarhlaup og Akureyri.bike.

 

Allar upplýsingar um dagskrá helgarinnar má finna á www.einmedollu.is. Tjaldsvćđi á og viđ Akureyri eru ţétt setin en ţó er ennţá pláss fyrir ţá sem vilja leggja leiđ sína norđur.

 


Svćđi

Fylgdu okkur á facebook