NETTÓ ER BAKHJARL EINNAR MEÐ ÖLLU OG SKÓGARDAGSINS NÆSTU 3 ÁRIN

Nettó og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Nettó verði styrktaraðili skógardagsins í Kjarnaskógi yfir Eina með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina hvert ár. 

Vinir Akureyrar sem standa að hátíðinni í samvinnu við Atvinnu,- markaðs,- og menningarteymi Akureyrarbæjar

Vinir Akureyrar er félag hagsmunaaðila í verslun og þjónustu á Akureyri og í nágrenni og er stærsti hluti kostnaðar við hátíðina greiddur af fyrirtækjum í bænum, smáum og stórum, sem leggja sitt að mörkum við að búa til skemmtilega stemningu í bænum.

Alls eru það á annað hundrað fyrirtækja sem leggja Einni með öllu og Íslensku sumarleikunum lið og eru þannig beinir þátttakendur og stuðningsaðilar en aðgangur er ókeypis á alla viðburði í bænum sem eru undir hatti Einnar með öllu.

Viðburðastofa Norðurlands sér um skipulagningu hátíðarhaldanna.

Á myndinni eru Ída Irene Oddsdóttir frá Viðburðastofu Norðurlands og Nanna Rut Guðmundsdóttir frá Nettó við undirritun á Greifanum.