ÓSKALAGATÓNLEIKAR Í AKUREYRARKIRKJU

Föstudaginn 4 ágúst klukkan 20:00.
Söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason og Eyþór Ingi Jónsson organisti, flytja lögin sem tónleikagestir velja á staðnum.
Mikið líf og fjör, falleg tónlist og án efa eitthvað um grín og glens. Þessa tónleika hafa þeir haldið á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi í mörg ár við frábærar undirtektir bæjarbúa.

Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum.
Miðasala er við innganginn - Aðgangseyrir 4.000 kr