Dagskrá föstudagur

Föstudagur


Miðbærinn

 
13:00 - Markaðsstemning - Það verður markaðsstemning á torginu þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum.

Matarvagnar - verða staðsettir á torginu með allskonar kræsingar

Glerártorg

Fjölskylduskemmtun 2. ágúst.
*Nánari dagskrá auglýst síðar

Opnunartími Glerártorgs um verslunarmannahelgina:

Fim: Opið 10:00-18:00

Fös: Opið 10:00-18:00

Lau: Opið 10:00-17:00

Sun: Opið 12:00-17:00

Mán: Lokað

Akureyrarvöllur

12:00-23:30 - Tvö tívolí á Akureyrarvellinum, tvær mismunandi miðasölur.

Krakkahlaup Súlur Vertical

16:00 - Krakkahlaup Súlur vertical verður í Kjarnaskógi föstudaginn 1. ágúst 2025. Það byrjar kl. 16.00 og er frítt fyrir krakka í boði 66°Norður, Kjarnafæðis og Ölgerðarinnar. *Frekari upplýsingar hér.

Vamos

17:00 - Vamos Versló fest, hinir ýmsu Dj-ar með ólíkar stefnur halda stuðinu gangandi í bænum

Akureyrarkirkja

20:00 - Óskar Pétursson, Ívar Helgason og Eyþór Ingi Jónsson syngja og spila óskalög tónleikagesta í Akureyrarkirkju.Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum. Miðasala er við innganginn. Gott að mæta tímanlega, húsið opnar kl. 19:00

Skógarböðin

20:30 - Jónsi spilar fyrir gesti í böðunum
*Greiða þarf aðgangseyri í böðin

Græni hatturinn

21:00 - Classic rock með Matta Matt og Magna í fararbroddi startar versló á Græna hattinum með látum! Á efnisskránni er rjóminn af bestu rokklögum síðustu aldar - þá má hafa gaman og jafnvel syngja með í viðlögum! Miðasala hér