Dagskrá laugardagur

Laugardagur

Ráðhústorg
10:00 - 15:00 Grillað á torginu
Ivan Vujcic kemur sér fyrir á torginu og heilgrillar skrokk fyrir gesti og gangandi
13:00 – 18:00 Markaðsstemning á torginu
Hefur þú eitthvað að selja? Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður eða bara það sem þér dettur í hug! Hafðu samband við Bylgju á netfangið bylgja67@internet.is eða í síma 690-3852 og bókaðu þitt pláss.

Bílaklúbbur Akureyrar
Spyrna er keppni í að ná stysta tíma á beinni braut af ákveðinni lengd
og eru yfirleitt tvö keppnistæki ræst hlið við hlið. Í spyrnu skiptir mestu að vera fljótur af stað, án þess að þjófstarta og
einnig að ná góðu gripi og hraða í brautinni.
12:00 Tímatökur hefjast
13:30 Tímatökum lýkur
14:00 Keppni hefst

Útisvæði Sykurverks
14:00 Húlladúlla í boði Sykurverks
Húlladúlla verður fyrir utan Sykurverk með sirkusstemningu fyrir alla fjölskylduna. Kökur og kræsingar í boði Sykurverks á svæðinu!

Leikhúsflöturinn
12:00 - 23:30 Opið verður í tívolí alla helgina

Glerártorg
13:00 - 15:00 Gefins Candyfloss
14:00 - 14:30 Leikhópurinn Lotta sýnir brot af því besta
14:45 Brekkusbræður spila fyrir gesti og gangandi
15:00 Hæfileikakeppni unga fólksins - Skráning fer fram á glerartorg@glerartorg.is eða á staðnum.
Keppt er í tveimur aldursflokkum, 8-12 ára og 13-16 ára.
16:30 Jón Arnór og Baldur taka nokkur lög

Lystigarðurinn
12:00 Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta sýnir fjölskyldusýninguna Gylitrutt á MA túninu fyrir ofan Lystigarðinn. Gilitrutt er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum. Frítt fyrir 2gja ára og yngri! Miðasala á tix.is og á staðnum.
14:00 Mömmur og möffins
14:30 Útiskemmtun í Lystigarðinum
Upplýsingar koma inn seinna.

Akureyri er okkar

16:00 - 17:00 - Vamos: Eik Haralds og DJ Azpect
17:00 - 18:00 - Centrum kitchen&bar: DJ Ívar Kárason
16:00 - 18:00 - Múlaberg: DJ LilSunset 
20:30 - 22:00 - LYST - Páll Óskar, Anton Líni og Villi Vandræðaskáld 
21:00 - 23:00 - R5 Micro bar: TBA
21:00 - 23:00 - Strikið restaurant: Ársæll Gabríel 
23:00 - 00:00 - Skógarböðin: Emmsjé Gauti og Atli

Græni Hatturinn
21:00 Jónas Sig og hljómsveit
Miðasala á graenihatturinn.is

Sjallinn
23:00 Páll Óskar & Emmsjé Gauti
Miðasala á tix.is

Vamos
Nýjasta viðbótin "Vamos Grande" verður opinn frá kl 23:00 á efri hæðinni, þar er dansað frameftir nóttu.