Íþróttir og útivist

Íþróttir og útivist efni

Akureyri.bike áskorunin 2023

5 brekkur í Eyjafirði á götuhjóli hljómar eins og góð skemmtun um versló. Akureyri.bike verður með áskorun á laugardeginum þar sem samanlagður tími upp 5 brekkurnar finnur fjallkóng og fjalladrottingu helgarinnar. Í fyrra var áskorunin í fyrsta skipti og tækifæri er til að bæta þá tíma og komast á besti tími Akureyri.bike frá upphafi listann í bæði kk og kvk.

eru svo úrslit yfir besta tímana upp hverja brekku fyrir sig og samanlagðan tíma.
Allt og meira til um akureyri.bike áskorunina á vefsvæðinu akureyri.bike

 

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í SPYRNU UM VERSLUNARMANNAHELGINA


Laugardaginn 5.áhúst og sunnudaginn 6.ágúst verður Íslandsmeistaramót í spyrnu hjá Bílaklúbbi Akureyra.

Dagskráin hljómar svo báða dagana:

12:00 Tímatökur hefjast
13:00 Tímatökum lýkur
14:00 Keppni hefst

Hvað er spyrna?
Keppni í að ná stysta tíma á beinni braut af ákveðinni lengd og yfirleitt eru tvö keppnistæki ræst hlið við hlið.
Í spyrnu skiptir mestu máli að vera fljótur af stað, án þess að þjófstarta og einnig að ná góðu gripi og hraða í brautinni.

Það verður magnað stuð hjá Bílaklúbbi Akureyrar um Verslunarmannahelgina, láttu þig ekki vanta!

 

 Súlur Vertical

Súlur Vertical

Súlur Vertical verður haldið um verslunarmannahelgina 2023. Þetta er í sjötta skiptið sem hlaupið er haldið en um er að ræða spennandi áskorun fyrir alla hlaupara og fjallagarpa. Í boði eru Þrjár vegalengdir eru í boði: 55km +3000m, 28km +1400m og 18km +400m hækkun

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á https://is.sulurvertical.com/ og https://www.hlaup.is/default.asp?cat_id=866