Hlaupasería Súlur Vertical býður upp á stórbrotna upplifun fyrir hlaupara og áhugafólk um óspillta náttúru og fagurt umhverfi. Hlaupin verða haldin 2. og 3. ágúst 2024 og spanna frá 19 km hlaupi á stígum í bæjarlandinu og upp í 100 km hlaup sem hefst hjá Goðafossi. Hundrað kílómetra hlaupið er nú haldið í annað skipti og hefur mikið verið lagt uppúr hlaupaleiðinni.
Allt um hlaupin hér
Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við Einni með öllu verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst!
Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman. Fjórir eru inná í hverju liði, þar af einn í marki.