Íþróttir og útivist

    Akureyri.bike áskorunin 2022 5 brekkur í Eyjafirði á götuhjóli hljómar eins og góð skemmtun um versló. Akureyri.bike verður með áskorun á

Íþróttir og útivist

 

 

Akureyri.bike áskorunin 2022

5 brekkur í Eyjafirði á götuhjóli hljómar eins og góð skemmtun um versló. Akureyri.bike verður með áskorun á laugardeginum þar sem samanlagður tími upp 5 brekkurnar finnur fjallkóng og fjalladrottingu helgarinnar. Í fyrra var áskorunin í fyrsta skipti og tækifæri er til að bæta þá tíma og komast á besti tími Akureyri.bike frá upphafi listann í bæði kk og kvk.

Birt eru svo úrslit yfir besta tímana upp hverja brekku fyrir sig og samanlagðan tíma.
Allt og meira til um akureyri.bike áskorunina á vefsvæðinu akureyri.bike

 

 

Rafhjólaleikarnir 2022
Sunnudaginn 31. júlí klukkan 13:00 ætlar Rafhjólaklúbburinn að fara skemmtilega fjallahjólaferð frá Útisport og upp að Stíflu í glerárdal og til baka á nýja stígnum að austanverðu. Á Bakaleiðinni verður hjólað uppí Fálkafell frá Súluplani og þar geta menn valið hvort þeir hjóla niður í bæ frá Fálkafelli eða fara fjallahjólabrautina frá Fálkafelli að Gamla og svo í gegnum Hvammskóg.
Endilega mætið á raf fjallahjólum og takið raf fjallahjólara með ykkur. Þetta verður eintóm gleði

 



Súlur VerticalSúlur Vertical

Súlur Vertical verður haldið um verslunarmannahelgina 2022. Þetta er í sjötta skiptið sem hlaupið er haldið en um er að ræða spennandi áskorun fyrir alla hlaupara og fjallagarpa. Í boði eru Þrjár vegalengdir eru í boði: 55km +3000m, 28km +1400m og 18km +400m hækkun

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á https://is.sulurvertical.com/ og https://www.hlaup.is/default.asp?cat_id=866

        

                 

kirkjutröppuhlaupKirkjutröppuhlaup  

Hið árlega og bráðskemmtilega Kirkjutröppuhlaup nk. föstudag 29. júlí kl. 16.30. Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum: 
1. flokkur 6 ára og yngri, 
2. flokkur 7-10 ára, 
3. flokkur 11-13 ára,
4. flokkur 14 ára og eldri 

SKRÁNING & ANDLITSMÁLUN,opnað verður fyrir skráningu kl. 16. Þátttakendur skrá sig á staðnum. Boðið verður upp á andlitsmálun og verða glæsilegir vinningar í boði fyrir besta tímann í hverjum flokki. T.d. frá Hamborgarafabrikkunni og Múlaberg. Þessi viðburður er ókeypis! Viðburðurinn er styrktur af vöru- & viðburðasjóði Akureyrarbæjar. 

*Birt með fyrirvara um breytingar

 

Hlíðarfjall - Svæði Bílaklúbbs Akureyrar

Evrópumótið í torfæru verður haldið 30 og 31 júlí yfir versló. Mótið hefst kl.11:00 báða dagana. Þar takast á alvöru tryllitæki og verður mikil sýning þegar þessir bílar reyna við brekkurnar. Gott er að taka með sér útilegustóla og eitthvað gott að drekka og borða með.

Svæði

Fylgdu okkur á facebook