Dagskrá sunnudagur

Sunnudagur

Kjarnaskógur

13:00 - Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli. 
Íþróttaálfurinn og Daníel töframaður munu skemmta gestum á Kirsuberjaflötinni. Á svæðinu verður sveppafræðsla með Guðríði Gyðu, hægt verður að poppa popp yfir varðeldi og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi í leiðinni, Spari Spari tónleikar á Birkivelli þar sem Birkibandið kemur fram og spilar fyrir gesti og gangandi, hægt verður að gæða sér á ís frá Ísbúð Akureyrar en þau verða með ísvagn á svæðinu og Netto býður uppá ávexti handa öllum víðsvegar um svæðið!

Íþróttaálfurinn stígur á svið kl.13:30 og Daníel töframaður strax á eftir. Klæðum okkur eftir veðri, tökum með teppi og höfumþað notalegt í skóginum okkar!

Ráðhústorg

Matarvagnar - Verða á torginu og hluti þeirra eru á Akureyrarvelli
13:00 - Markaðsstemning -
Það verður markaðsstemning á torginu þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum.

Langahlíð 10

16:00 - Jokka og Ívar flytja nokkur vel valin lög og fá til sín góða gesti.

Endilega takið með ykkur garðstól og góða skapið. Hlökkum til að sjá ykkur!

Glerártorg

Opnunartími Glerártorgs um verslunarmannahelgina:

Fim: Opið 10:00-18:00

Fös: Opið 10:00-18:00

Lau: Opið 10:00-17:00

Sun: Opið 12:00-17:00

Mán: Lokað

Akureyrarvöllur:

12:00-23:30 - Tvö tívolí á Akureyrarvelli, tvær mismunandi miðasölur.
19:30 - Sparitónleikar Einnar með Öllu 2025. Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt.
Stútfull dagskrá með glæsilegu tónlistarfólki sem endar á glæsilegri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Súlum. Kynnar kvöldsins eru drottningarnar Kata Vignis og DJ Lilja!

Fram koma: Herra Hnetusmjör, Aron Can, Friðrik Dór, Saint Pete, Kristmundur Axel, Skandall, Tinna óðins, Rúnar Eff og Ágúst Þór

Við mælum með að mæta snemma og næla sér í girnilega götubita fyrir sýninguna.


Sjallinn:

23:45 - Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Aron Can, Kristmundur Axel og Saint Pete! 

Hér er öllu til tjaldað!

Við klárum versló með STÆL.. þotuliðið mætir eftir sparitónleikana á Akureyrarvelli og við kveðjum verslunarmannehelgina 2025 með glæsibrag.

Það verður uppselt svo nældu þér í miða NÚNA á tix.is