6.ágúst - Sunnudagur

Sunnudagur  Hlíðarfjall11:00 - 16:00 Evrópumótið í torfæru verður haldið 30 og 31 júlí yfir versló. Þar takast á alvöru tryllitæki og verður mikil sýning

DAGSKRÁ SUNNUDAGUR

Sunnudagur 


Hlíðarfjall
11:00 - 16:00 Evrópumótið í torfæru verður haldið 30 og 31 júlí yfir versló. Þar takast á alvöru tryllitæki og verður mikil sýning þegar þessir bílar reyna við brekkurnar. Gott er að taka með sér útilegustóla og eitthvað gott að drekka og borða með.

Rafhjólaleikarnir 2022
13:00 Rafhjólaleikarnir 2022 í Kjarnaskógi. Skemmtun fyrir rafdrifna fjallahjólara að takast á við 4 af skemmtilegustu brekkum bæjarins.
Frekari upplýsingar á https://www.akureyri.bike/rafhjolaleikarnir - Ókeypis er á viðburðinn.

Kjarnaskógur
13:00 Skógardagurinn verður haldin á Birkivelli þar sem Húlladúlla mun koma fram og ganga á milli þátttakenda og nálgast hvern og einn þeirra á þeirra getustigi. Hún er með skemmtileg og töff húllatrix fyrir alla, bæði lengra komin og fyrir byrjendur.
Á staðnum verður ísvagn frá Ísbúð Akureyrar, sápukúluvélar verða í gangi, tónlist mun óma um svæðið, sveppafræðsla með Guðríði Gyðu, kveikt verður á báli og poppað popp. Í samstarfi við Amtsbókasafnið verður ratleikur í skóginum í kring um svæðið og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi.
14:00 - 15:00 Fjölskyldu Jóga með Arnbjörgu. Jóga fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar, geitasögur og gaman fyrir krakkana á meðan Jóga stendur
14:00 Trjáganga með Begga hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Gangan fer af stað frá grillsvæðinu á Birkivelli og Beggi fer með okkur sýnir okkur flottustu tré skógarins

Tívolí
13:00 - 23:30 Opið er í tívolí alla helgina 

Ráðhústorg
13:00 – 18:00 Markaður - hefur þú eitthvað að selja?
Markaðsstemning á Ráðhústorgi. Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skór,
fatnaður eða bara það sem þér dettur í hug!
Hafðu samband við Bylgju á netfangið bylgja67@internet.is eða í síma 690-3852 og bókaðu þitt pláss.

Glerártorg
13:30 H
æfileikakeppni unga fólksins. Ef þú er með einhverja hæfileika og ert 16 ára eða yngri þá er um að gera að skrá sig og taka þátt; söngur, dans, töfrabrögð, jójó, sirkus eða hvað sem er!  Keppt verður í yngri flokk 8-12 ára og eldri flokk 13-16 ára og eru verðlaun veitt fyrir besta atriðið í hvorum flokki fyrir sig. Keppnin er í boði Kid´s Coolshop og og Arion banka. 
Frábær verðlaun eru í boði frá Kids Coolshop, Eldhafi, Ísbúðinnni Turninn og Sundlaug Hrafnagils

*Birt með fyrirvara um breytingar 

Leikhúsflöturinn
21:00 Stóru Sparitónleikarnir verða haldnir á leikhúsflötinni þar sem Kata Vignis verður kynnir, Jónína Björt og Ívar Helga munu stýra brekkusöngnum ásamt frábæru tónlistarfólki sem tryllir líðinn allt kvöldið. Fram koma Páll Óskar, Clubdub, Birnir, Stjórnin, Eik Haralds og Ragga Rix. Ekki láta þessa klikkuðu tónleika fram hjá þér fara!
00:00 Flugeldasýning 

Græni Hatturinn
23:00 Stjórnin
Miðasala er hafin á www.graenihatturinn.is

Sjallinn
00:00 Páll Óskar, Birnir og Clubdub
Miðasala hér: www.tix.is 

 

Svæði

Fylgdu okkur á facebook