Dagskrá sunnudagur

Sunnudagur

Kjarnaskógur
13:00 Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í boði NETTÓ verður haldin á Birkivelli þar sem Húlladúlla mun koma fram á og ganga á milli þátttakenda og nálgast hvern og einn þeirra á þeirra getustigi. Hún er með skemmtileg og töff húllatrix fyrir alla, bæði lengra komin og fyrir byrjendur.
Á staðnum verður ísvagn frá Ísbúð Akureyrar, Nettó mun bjóða fría ávexti um allt svæðið, sápukúluvélar verða í gangi og tónlist mun óma um svæðið þar sem spari spari tónleikar fara fram á Birkivelli. Þar kemur fram Birkibandið og spilar tónlist fyrir gesti og gangandi.
Boðið veðrur upp á sveppafræðslu með Guðríði Gyðu, kveikt verður á báli og poppað popp og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi.
Þá verður sögustund með Hrönn frá Amtsbókasafninu, boðið verður upp á tálgun með Sólveigu Svarfdælingi og keðjusögunar útskurður með Mates.
14:00 Húlladúlla verður með húllafjör á Kirsuberjaflötinni (hjá hoppubelgnum) og sápukúlur munu prýða svæðið.

Við hvetjum alla til að klæða sig eftir veðri, koma með nesti og teppi og njóta dagsins með okkur!

Bílaklúbbur Akureyrar
Spyrna er keppni í að ná stysta tíma á beinni braut af ákveðinni lengd
og eru yfirleitt tvö keppnistæki ræst hlið við hlið. Í spyrnu skiptir mestu að vera fljótur af stað, án þess að þjófstarta og
einnig að ná góðu gripi og hraða í brautinni.
12:00 Tímatökur hefjast
13:30 Tímatökum lýkur
14:00 Keppni hefst

Tívolí
12:00 - 23:30 Opið er í tívolí alla helgina

Ráðhústorg
13:00 – 18:00 Markaður - hefur þú eitthvað að selja?
Markaðsstemning á Ráðhústorgi. Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni, búsáhöld, leikföng, skór,
fatnaður eða bara það sem þér dettur í hug!
Hafðu samband við Bylgju á netfangið bylgja67@internet.is eða í síma 690-3852 og bókaðu þitt pláss.

Glerártorg
13:00 - 15:00 Gefins Candyfloss

Leikhúsflöturinn
20:00 Stóru Sparitónleikarnir
verða haldnir á leikhúsflötinni þar sem Kata Vignis verður kynnir. Fram koma Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can, Birkir Blær,ofl
00:00 Flugeldasýning

Græni Hatturinn
21:00 Jónas Sig og Hljómsveit
Miðasala á graenihatturinn.is

Vamos
Nýjasta viðbótin "Vamos Grande" verður opinn frá kl 23:00 á efri hæðinni, þar er dansað frameftir nóttu. 

Sjallinn
00:00 Herra Hnetusmjör - Frikki Dór - Aron Can
Miðasala á tix.is

Götubarinn
00:00 Þröstur Ingva mætir á miðnætti og heldur gestum götubarsins í fanta stuði fram eftir nóttu