Dagskrá laugardagur

Laugardagur

MA túnið - fyrir ofan Lystigarðinn

12:00 - Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött á Ein með öllu á Akureyri í sumar! Sýningin hefst kl 12:00 á MA túninu ofan við Lystigarðinn.
Hægt er að kaupa miða á staðnum og fyrirfram á tix.is

Salur Rauða Krossins

12:00 - 16:00 - Í tilefni þess að eigandi VA Snyrtistofu verður 30 ára verður haldin afmælisveisla í sal Rauð Krossins laugardaginn 2.ágúst, milli kl 12:00 og 16:00.
Mörg flott fyrirtæki verða á staðnum að kynna vörur sínar:
VA snyrtistofa - AK Pure Skin - Pronails - Zōes - Biosmetic - Nou NoU - LM hönnun - Amber - skart og verðlaun - Vendo
Það verða léttar veitingar fyrir gesti og hoppukastali ef þau vilja taka börnin með sér!

Ráðhústorg

13:00 - Markaðsstemning - Það verður markaðsstemning á torginu þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum.
Matarvagnar - verða staðsettir á torginu með allskonar kræsingar
14:00 til 16:00 - Mömmu og möffins 15 ára -
Við ætlum að hittast og eiga notalega stund á Ráðhústorginu með ljúffengum möffins, kökum og tónlist. Öll innkoma viðburðarins rennur líkt og áður til Fæðingadeildarinnar á Akureyri. Tökum með okkur teppi og góða skapið. *Posi á staðnum.

Útisvæði Ísbúð Akureyrar

14:00 -  Krakkaskemmtun í boði Kids Coolshop og Ísbúðin Akureyri, Imperial, Sykurverk og Dj Grill á bílaplaninu hjá Ísbúð Akureyrar þar sem Júlí og Dísa koma fram og skemmta öllum krökkum sem mæta. Einnig mætir Daníel Töframaður og töfrar með áhorfendum, Klói Kókómjólk mætir á svæðið og gefur öllum kókómjólk og Hvolpasveitin, Blæja og Bára verða á svæðinu til að heilsa upp á káta krakka á svæðinu!

14:00 - Dísa og Júlí
14:30 - Hvolpasveitin mætir
15:00 - Daníel töframður
15:30 - Blæja og Bára

Útisvæði Sykurverks

14:00 - Húlladúllan verður á útisvæði Sykurverks og skemmtir fyrir alla fjölskylduna í boði Sykurverks. Sannkölluð sirkusstemning og mikið húllafjör!

Útisvæði Vamos

14:00 - Vamos Versló fest, hinir ýmsu Dj-ar með ólíkar stefnur halda stuðinu gangandi í bænum

Útisvæði Múlaberg

17:00 - Emmsjé Gauti mætir og mun trylla lýðinn á fríum útitónleikum hjá Múlaberg!

Við mælum með að mæta snemma, næla sér í sæti á útisvæðinu og nýta sér happy hour á milli 16:00 til 18:00.

Skógarböðin

Nánari upplýsingar seinna

 

Akureyrarvöllur

12:00-23:30 - Tvö tívolí á Akureyrarvelli, tvær mismunandi miðasölur.
19:00 - Öll í einu - tónleikaveisla sem fer fram um Verslunarmannahelgina á Akureyri þann 2.ágúst á Akureyrarvelli! Miðasala á tix.is
Stórskotalið tónlistarmanna mætir norður og ætlar að sjá til þess að norðlendingar og gestir helgarinnar eigi frábæra kvöldstund á Akureyrarvelli.

Fram koma: Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Birnir, GDRN, Páll Óskar og Á Móti Sól

Matarvagnar - verða staðsettir á svæðinu með allskonar kræsingar

Glerártorg

Opnunartími Glerártorgs um verslunarmannahelgina:

Fim: Opið 10:00-18:00

Fös: Opið 10:00-18:00

Lau: Opið 10:00-17:00

Sun: Opið 12:00-17:00

Mán: Lokað

Græni Hatturinn

21:00 - Hr. Eydís og Hera Björk - Alvöru '80s partý - Laugardagskvöldið 2. ágúst snýr hljómsveitin Hr. Eydís aftur á Græna hattinn og býður upp á tryllt ’80s tónleikapartý!
Stemningin síðast var algjörlega sturluð og ekki verður hún síðri um verslunarmannahelgina! Komdu og upplifðu þennan litríkasta áratug tónlistarsögunnar í allri sinni dýrð. Þetta er viðburður sem enginn sannur ’80s aðdáandi má láta fram hjá sér fara. Miðaðasala hér

Sjallinn

23:45 - Birnir, Emmsjé Gauti og Páll Óskar. Miðasala á tix.is