13:00 - Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli.
Íþróttaálfurinn og Daníel töframaður munu skemmta gestum á Kirsuberjaflötinni. Á svæðinu verður sveppafræðsla með Guðríði Gyðu, hægt verður að poppa popp yfir varðeldi og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi í leiðinni, Spari Spari tónleikar á Birkivelli þar sem Birkibandið kemur fram og spilar fyrir gesti og gangandi, hægt verður að gæða sér á ís frá Ísbúð Akureyrar en þau verða með ísvagn á svæðinu og Netto býður uppá ávexti handa öllum víðsvegar um svæðið!
Íþróttaálfurinn stígur á svið kl.13:30 og Daníel töframaður strax á eftir. Klæðum okkur eftir veðri, tökum með teppi og höfumþað notalegt í skóginum okkar!
Matarvagnar - Verða á torginu og hluti þeirra eru á Akureyrarvelli
13:00 - Markaðsstemning - Það verður markaðsstemning á torginu þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum.
16:00 - Jokka og Ívar flytja nokkur vel valin lög og fá til sín góða gesti.
Opnunartími Glerártorgs um verslunarmannahelgina:
Fim: Opið 10:00-18:00
Fös: Opið 10:00-18:00
Lau: Opið 10:00-17:00
Sun: Opið 12:00-17:00
Mán: Lokað
12:00-23:30 - Tvö tívolí á Akureyrarvelli, tvær mismunandi miðasölur.
19:30 - Sparitónleikar Einnar með Öllu 2025. Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt.
Stútfull dagskrá með glæsilegu tónlistarfólki sem endar á glæsilegri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Súlum. Kynnar kvöldsins eru drottningarnar Kata Vignis og DJ Lilja!
Fram koma: Herra Hnetusmjör, Aron Can, Friðrik Dór, Saint Pete, Kristmundur Axel, Skandall, Tinna óðins, Rúnar Eff og Ágúst Þór
Við mælum með að mæta snemma og næla sér í girnilega götubita fyrir sýninguna.
23:45 - Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Aron Can, Kristmundur Axel og Saint Pete!
Hér er öllu til tjaldað!
Við klárum versló með STÆL.. þotuliðið mætir eftir sparitónleikana á Akureyrarvelli og við kveðjum verslunarmannehelgina 2025 með glæsibrag.
Það verður uppselt svo nældu þér í miða NÚNA á tix.is