Sparitónleikar á lokakvöldinu eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:30 áAkureyrarvelli!
Þar koma fram þekktustu listamenn landsins, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu sem toppar kvöldið!
Kynnar kvöldsins:
Kata Vignis og DJ Lilja
Fram koma:
Herra Hnetusmjör,Friðrik Dór, Kristmundur Axel, Aron Can, Tinna Óðins, Skandall, Rúnar Eff og hljómsveit, Saint Pete, Íþróttaálfurinn ofl.
Götubitar:
KOMO - Pop Up Pizza - Dons Donuts - 2GUYS - Silli Kokkur - Vöffluvagninn - Bessa Biti - Majó - Souvlaki Lab - Ísbúð Akureyrar - Vöffluvagninn
Tívolí:
Tvö tívolí verða opin alla helgina langt fram á kvöld
Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt. Kynnar kvöldsins eru Kata Vignis og DJ Lilja sem sjá um að gera hátíðina ógleymanlega. Tvö tívolí verða á Akureyrarvelli og opin allt kvöldið og ýmsir götubitar verða lagðir á flötinni til að sjá til þess að enginn verði svangur allt kvöldið.
Dagskráin endar á glæsilegri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Súlum.
Við mælum með að mæta snemma og næla sér í girnilega götubita fyrir sýninguna. Skemmtum okkur vel saman á Sparitónleikunum!