27.07.2022
Grínistinn og gítarsnillingurinn Andri Ívars heldur sína fyrstu uppistandstónleika á LYST, í Lystigarðinum á Akureyri. Í bland við hefðbundið uppistand mun Andri gera hinum ýmsu stílum tónlistar góð skil með gítarinn að vopni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og miðasala er hafin á www.tix.is
Andri Ívars var um árabil meðlimur dúettsins Föstudagslögin með Stefáni Jakobssyni söngvara þungarokkshljómsvetarinnar Dimmu en dúettinn flutti grín í bland við “akústískar” útsetningar af þekktum lögum. Auk þess hefur Andri komið fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi.