GLERÁRTORG UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Það verður nóg um að vera á Glerártorgi yfir Verslunarmannahelgina.
Dagskráin er ekki af verri endanum og útsölur í fullum gangi í verslunum!

Laugardagur 5.ágúst
13:00 - 15:00 Gefins Candy floss handa gestum og gangandi og Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir blöðrudýr fyrir börnin!
14:00 Leikhópurinn Lotta sýnir brot af því besta - Rauðhetta og Úlfurinn verða með skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
14:30 Brekkubræður spila fyrir gesti og hita upp fyrir hæfileikakeppnina
15:00 Hæfileikakeppni unga fólksins hefst
Ef þú ert með hæfileika og ert 16 ára eða yngri, þá er um að gera að skrá sig og taka þátt!
Söngur, dans, töfrabrögð, jójó, sirkus eða bara hvað sem er! 
hægt er að skrá sig með því að senda á glerartorg@glerartorg.is og einnig á staðnum.
Jón Arnór og Baldur verða dómarar keppninnar, frábærir verðlaun eru veitt fyrir besta atriðið ásamt því að sigurvegarinn kemur fram á Sparitónleikunum á sunnudagskvöldið með sitt atriðið!
Að lokinni keppni taka svo Jón Arnór og Baldur nokkur vel valin lög fyrir áhorfendur. 

Sunnudagur 6.ágúst
13:00 - 15:00 Gefins Candy floss handa gestum og gangandi