ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í SPYRNU UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Laugardaginn 5.áhúst og sunnudaginn 6.ágúst verður Íslandsmeistaramót í spyrnu hjá Bílaklúbbi Akureyra.

Dagskráin hljómar svo báða dagana:

12:00 Tímatökur hefjast
13:00 Tímatökum lýkur
14:00 Keppni hefst

Hvað er spyrna?
Keppni í að ná stysta tíma á beinni braut af ákveðinni lengd og yfirleitt eru tvö keppnistæki ræst hlið við hlið.
Í spyrnu skiptir mestu máli að vera fljótur af stað, án þess að þjófstarta og einnig að ná góðu gripi og hraða í brautinni.

Það verður magnað stuð hjá Bílaklúbbi Akureyrar um Verslunarmannahelgina, láttu þig ekki vanta!