Það verður nóg af góðgæti í boði um Verslunarmannahelgina og matarvagnar munu sjá til þess að enginn verði svangur um helgina.
Silli kokkur - Aðeins á sunnudaginn
Matarvagn Silla Kokks býður uppá sturlaða villibráða veislu í götubita útfærslu og hefur gæsaborgarinn hans t.d unnið til fjölda verðlauna. Hann vann besti götubitinn 2020 til 2023 og besti Götubitinn í Evrópu á European Street Food Awards 2022.
KOMO
Undanfarin ár hefur liðið á bakvið KOMO unnið til fjölda verðlauna fyrir matinn sinn undir nokkrum mismunandi conceptum. KOMO veisluþjónusta sérhæfir sig skemmtilegum og öðruvísi réttum með street food þema að leiðarljósi. Markmið KOMO er að bera fram rétti sem gleðja augað jafnt sem bragðlaukana
MAJÓ
Má bjóða þér sushi? Majó verður á Ráðhústorgi á föstudeginum og laugardeginum með sushi, bao bun, blómkálsvængi, kimchi og margt fleira! Staðurinn einblínir á sushi og aðra japanska matargerð sem allir ættu að smakka! Majó er rekið í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar, og er einungis opinn nokkrum sinnum í mánuði. Þess vegna ættir þú ekki að missa af því að smakka!
2 GUYS
Það fíla allir góðan burger! 2Guys matarvagninn býður uppá smass borgara með fullt af osti. 2Guys var valinn besti borgarinn í Reykjavík af Reykjavík Grapvine 2023 & 2024.
Dons donuts
Hver elskar ekki nýsteikta kleinuhringi? Þeir eru aðeins minni en venjulegir kleinuhringir en ómótstæðilega góðir!
Þúgetur valið allskonar sósur og gúmmelaði ofaná þá. Allir kleinuhringir hjá Dons donuts eru steiktir jafnóðum og þeir eru pantaðir þannig að þú færð kleinuhringina volga og góða!
Vöffluvagninn
Vöffluvagninn selur belgískar vöfflur sem vert er að smakka!
Hangry matarvagn
Bestu borgarar bæjarins? DJ Grill verður á svæðinu með eina af bestu hamborgurum sem þú færð á Akureyri!
Souvlaki Lab Akureyri
Souvlaki Lab, grískur matur. Smakkaðu hinn fræga gríska rétt súvlaki með íslensku kjötu, en á grískan hátt!
Bessabiti
Alvöru hamborgarar!
Tælenskur matur!
Tælenskur matur af bestu gerð!
Pop up Pizza
Hver elskar ekki pizzur? Pop up Pizza vagninn verður staðsettur á Akureyrarvelli alla helgina með dýrindis pizzur. Vaginn hlaut viðurkenningu á Götubitahátíðinni 2024 sem "Götubiti unga fólksins". Ekki missa af þeim!
Ísbúð Akureyrar
Ísbúð Akureyrar mun vera á staðnum með ljúffengan ís til að kæla gestina niður í blíðunni um Verslunarmannahelgina!