Mömmur og möffins

Mömmur og möffins verða að sjálfsögðu á sínum stað í Lystigarðinum laugardaginn 5.ágúst kl.14:00
Viðburðurinn er orðinn fastur liður yfir Verslunarmannahelgina á Akureyri og í fyrra söfnuðust heilar 884 þúsund krónur til styrktar Fæðingadeildar Sjúkrahúss Akureyrar.
Í ár verður blásið upp fjölskylduhátíð á meðan viðburðinum stendur þar sem tónlist um óma, sápukúlur prýða garðinn.

Láttu þig ekki vanta á þessa frábæru fölskylduskemmtun um Verslunarmannahelgina, kaupum og borðum möffins í góðum félagsskap og styrkjum gott málefni í leiðinni.