MÖMMUR OG MÖFFINS

MÖMMUR OG MÖFFINS Viðburðurinn sem verður að vera

MÖMMUR OG MÖFFINS

Viðburðurinn Mömmur og möffins hefur fest sig í sessi enda einstaklega fallegur, litríkur og gefandi. Mömmur og Möffins er hópur af áhugasömu fólki á öllum aldri sem finnst gaman að baka möffins, skreyta möffins, borða möffins og selja möffins.  Ágóðinn rennur til góðs málefins. Viltu vera með? Við hvetjum alla áhugasama bakara að taka þátt og koma með girnilegar möffins sem við tökum á móti í Lystigarðinum laugardaginn 30. júlí kukkan 14. Það væri frábært ef glúten-, sykur-, hnetu-, eggja- og mjólkurlausar möffinskökur verði sérmerktar.

Ljúfir tónar munu leika um gestina á meðan á viðburði stendur. Komdu og hafðu það notalegt með okkur, með kaffi á brúsa og lautarteppi í hönd. Posi á staðnum


Svæði

Fylgdu okkur á facebook