Mömmur og möffins á nýjum stað!

Mömmur og möffins verða að sjálfsögðu yfir Verslunarmannahelgina í ár enda löngu orðinn fastur liður yfir hátíðina. 
Í fyrra safnaðist 1.228.000 krónur og hefur upphæðin aldrei verið hærri og rann beint til styrktar Fæðingadeildar Sjúkrahúss Akureyrar.
Viðburðurinn mun færa sig um setur í ár og verður haldinn á Ráðhústorgi í miðbænum, en í miðbænum er betra aðgengi fyrir fjöldann sem fylgir viðburðinum og hann mun svo sannarlega lífga upp á flóruna í miðbænum yfir helgina.

Láttu þig ekki vanta á þessa frábæru fölskylduskemmtun um Verslunarmannahelgina, kaupum og borðum möffins í góðum félagsskap og styrkjum gott málefni í leiðinni.