ÖLGERÐIN OG EGILS APPELSÍN ERU BAKHJARL EINNAR MEÐ ÖLLU NÆSTU 3 ÁRIN

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Ölgerðin verði aðal styrktaraðili bæjarhátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina hvert ár. Það er því er ljóst að Egils Appelsín verður á allra vörum næstu þrjú árin.

Vinir Akureyrar sem standa að hátíðinni í samvinnu við Atvinnu,- markaðs,- og menningarteymi Akureyrarbæjar

Vinir Akureyrar er félag hagsmunaaðila í verslun og þjónustu á Akureyri og í nágrenni og er stærsti hluti kostnaðar við hátíðina greiddur af fyrirtækjum í bænum, smáum og stórum, sem leggja sitt að mörkum við að búa til skemmtilega stemningu í bænum.

Alls eru það á annað hundrað fyrirtækja sem leggja Einni með öllu og Íslensku sumarleikunum lið og eru þannig beinir þátttakendur og stuðningsaðilar en aðgangur er ókeypis á alla viðburði í bænum sem eru undir hatti Einnar með öllu.

Viðburðastofa Norðurlands sér um skipulagningu hátíðarhaldanna.

 myndinni eru Davíð Rúnar Gunnarsson frá Viðburðastofu Norðurlands og Haukur Ragnarsson frá Ölgerðinni við undirritun á Greifanum. .