SKÓGARDAGURINN UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli sunnudaginn 6.ágúst.
Dagskráin byrjar klukkan 13:00 og mun standa frameftir degi.
Skógardagurinn hefur verið haldin með prompi og prakt síðustu ár og ætlum við okkur að bjóða uppá frábæra fjölskyldu dagskrá yfir Verslunarmannahelgina.
Fjölskyldan getur komið saman á einum fallegasta stað bæjarins, notið dagsins, tekið þátt í ýmsum viðburðum og upplifunum saman.

Í boði verður sveppafræðsla með Guðríði Gyðu, poppað popp yfir varðeldi og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi í leiðinni, hægt verður að tálga með Sólveigu Svarfdælingi, Mates mun sýna listir sínar með keðjusögunar útskurði, haldnir verða Spari Spari tónleikar á Birkivelli þar sem Birkibandið kemur fram og spilar fyrir gesti og gangandi og einnig verður sogustund með Hrönn frá Amtsbókasafni Akureyrar.
Klukkan 14:00 mun svo Húlladúllan mæta á Kirsuberjaflötina (hjá hoppubelgnum) með Húllufjör þar sem allir krakkar geta tekið þátt og húllað saman! Svæðið mun prýða sápukúlum.
Það verður hægt að gæða sér á ís frá Ísbúð Akureyrar en þau verða með ísvagn á svæðinu og Netto býður uppá ávexti handa öllum!

Gott væri fyrir fjölskyldur að koma með teppi, viðeigandi klæðnar og smurt nesti til að allir geti notið sín í hvaða veðri sem er :)