Kvöldsigling á Pollinum

Við hvetjum alla smábátaeigendur til að sigla á Pollinum ásamt Kela Sea Tours og Eldingu á sunnudagskvöldinu 6.ágúst yfir Verslunarmannahelgina.
Sparitónleikar Einnar með öllu verða á leikhúsflötinni kl.20:00 - 00:00 og munu enda með glæsilegri flugeldasýningu.

Öllum bátum gefst kostur á að fá rauð blys til að tendra flugeldasýninguna, í boði Gúmmíbátaþjónustunnar á meðan birgðir endast. Hægt er að nálgast blysin hjá Eldingu á sunnudagskvöldinu.