SKANDALL Á EINNI MEÐ ÖLLU 2025

Hljómsveitin Skandall, sem keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna mun koma fram á Sparitónleikum Einnar með öllu í ár!

Hljómsveitin Skandall var stofnuð í MA í október 2022 fyrir hljómsveitarkeppnina Viðarstauk og hefur sveitin spilað á ýmsum viðburðum síðan. Hljómsveitina skipa þær Helga Björg Kjartansdóttir, bassi, Inga Rós Suska Hauksdóttir, söngur, Kolfinna Ósk Andradóttir, hljómborð og fiðla, Margrét Sigurðardóttir, gítar, Sóley Sif Jónsdóttir, trommari, hljómborðsleikari og söngkona, og Sólveig Erla Baldvinsdóttir, flautuleikari

Gaman er að segja frá því að allar koma þær frá mismunandi stöðum en Helga er frá Akureyri, Inga er frá Blönduósi, Kolfinna frá Ólafsfirði, Margrét frá Siglufirði, Sóley frá Skagaströnd og Sólveig frá Tjörn á Skaga. Það má því segja að Menntaskólinn sé það heimili sem sameini hljómsveitina

Það verður geggjað að hlusta á þessar flottu stelpur á stóra sviðinu á sunnudagskvöldinu!