SKÓGARDAGURINN

Skógræktafélag Eyfirðinga, Vinir Akureyrar (Ein með öllu) og Nettó taka saman höndum og halda skógardaginn hátíðlegan um Verslunarmannahelgina!

Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli sunnudaginn 3.ágúst.
Dagskráin byrjar klukkan 13:00 og mun standa frameftir degi.
Skógardagurinn hefur verið haldin með prompi og prakt síðustu ár og ætlum við okkur að bjóða uppá frábæra fjölskyldu dagskrá yfir Verslunarmannahelgina.
Fjölskyldan getur komið saman á einum fallegasta stað bæjarins, notið dagsins, tekið þátt í ýmsum viðburðum og upplifunum saman.

 

Kl.13:30 - Íþróttaálfurinn á Kirsuberjaflötinni
kl.14:15 - Daníel Töframaður á Kirsuberjaflötinni

Í boði á svæðinu verður:

Sveppafræðsla með Guðríði Gyðu
Poppað popp yfir varðeldi og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi í leiðinni
Spari Spari tónleikar á Birkivelli þar sem Birkibandið kemur fram og spilar fyrir gesti og gangandi
Það verður hægt að gæða sér á ís frá Ísbúð Akureyrar en þau verða með ísvagn á svæðinu
Netto býður uppá ávexti handa öllum víðsvegar um svæðið!