SKREYTUM OKKUR OG BÆINN RAUÐAN!

Okkur langar að biðja bæjarbúa að taka þátt í að klæða bæinn okkar í búning fyrir hátíðina. Okkur langar að bærinn verði rauður í samræmi við hjartað sem hefur sett svip sinn á bæinn. Því eru rauðar seríur, rautt skraut eða eitthvað rautt og fallegt það sem við biðjum ykkur, kæru bæjarbúar, að gera sýnilegt við híbýli ykkar yfir helgina.