VAMOS UM VERSLÓ

Það verður hörku dagskrá á Vamos um verslunarmannahelgina.

Helgin byrjar á tónlistarkvissi á fimmtudeginum með þeim Gústa og Dandra úr færibandinu, kvissið byrjar 22:00 og er tilboð á fimm í fötu á 3500kr.

Föstudagur: þá ætlar Ivan Vujcic og Vamos að heilgrilla lamb og meðlæti, grillið byrjar kl 10:00 en áætlað er að skrokkurinn sé tilbúinn um 1 leytið, grillað verður frameftir degi ofan í skemmtilega tóna á útisvæðinu. 

kl 18:00 hefst Vamos Versló Fest og stendur til 00:00 þar spila dj-ar bæjarins ofurtóna ofan í mannskapinn, þar koma einnig fram Birkir Blær og Saint Pete og taka lagið fyrir gesti og gangandi.

kl 23:00 opnar svo ný og endurbætt efri hæð Vamos "Vamos Grande Club" þar getur fólk farið og dansað fram eftir nóttu.


Laugardagur: Þá verður útigrill Ivans og Vamos aftur á sama tíma, um að gera að kíkja fyrir þá sem komust ekki á föstudeginum. 

Kl 18:00 hefst Akureyri er okkar, þar koma fram Eik Haralds og Azpect, þau ætla að syngja fyrir mannskapinn fyrir framan Vamos.

Kl 20:00 Ætlar Dj Ayobe ásamt gestum að koma sér fyrir á torginu og spila skemmtilega tóna fram eftir.

Kl 23:00 opnar Vamos Grande á efri hæð Vamos, þar dansar fólk til lokunar.

 

Sunnudagur: Hátíðarstemning fram eftir degi.

23:00: Vamos Grande opnar á efri hæð Vamos, lokað verður verslunarmannahelginni með stæl þar!

Vamos opnar alla daga frá kl 12:00 að hádegi.