13.06.2022
Kata Vignisdóttir verður kynnir hátíðarinnar Einnar með öllu 2022. Kata er 25 ára dansari, danskennari og hlaðvarpsstjórnandi frá Hörgársveit. Hún kláraði BA-gráðu í dansi frá Listaháskólanum í Barcelona árið 2020 og byrjaði í kjölfarið á því að vinna sem dansari og danskennari og stofnaði hlaðvarpið Farðu úr bænum í fyrra. Þar ræðir hún við áhugavert fólk frá Akureyri og hefur notið mikilla vinsælda! Við hlökkum mikið til að vinna með henni Kötu í að gera hátíðina ógleymanlega!