27.07.2022
Menningarskokk Súlur Vertical verður haldið kl. 17:00 föstudaginn 29. júlí nk.
Viðburðurinn er hluti af Súlur Vertical hlaupahátíðinni um verslunarmannahelgina á Akureyri.
Viðburðurinn er hluti af Súlur Vertical hlaupahátíðinni um verslunarmannahelgina á Akureyri.
Vilhjálmur Bergmann Bragason listamaður leiðir skemmtiskokk fyrir keppendur, lauflétt u.þ.b. 5km hlaup með leiðsögn um menningarbæinn Akureyri. Lagt verður af stað frá menningarhúsinu Hofi og verður stoppað á nokkrum áhugaverðum stöðum.
Tilvalin leið til að liðka sig fyrir stóra daginn og njóta skemmtilegrar hlaupasamveru með góðum hópi.
Menningarskokkið er fyrir þátttakendur í Súlur Vertical og þeim að kostnaðarlausu.
Góða skemmtun!
Góða skemmtun!