SKÓGARDAGURINN UM VERSLUNARMANNAHELGINA

SKÓGARDAGURINN UM VERSLUNARMANNAHELGINA Frábær útidagskrá á einum fallegasta stað bæjarins

SKÓGARDAGURINN UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Skógardagurinn í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli sunnudaginn 31.júlí. Dagskráin byrjar klukkan 13 og mun standa frameftir degi.
Skógardagurinn hefur verið haldin með prompi og prakt síðustu ár og ætlum við okkur að bjóða uppá frábæra fjölskyldu dagskrá yfir verlsunarmannahelgina. Fjölskyldan getur komið saman á einum fallegasta stað bæjarins, notið dagsins, tekið þátt í ýmsum viðburðum og upplifunum saman.

Meðal þess sem verður í boði á skógardeginum er að Húlladúllan mun koma og vera með sýningu þar sem hún sýnir listir sínar og gengur svo á milli þátttakenda og nálgast hvern og einn þeirra á þeirra getustigi. Hún er með skemmtileg og töff húllatrix fyrir alla, bæði lengra komna og fyrir byrjendur. Í boði verður sveppafræðsla og poppað popp yfir varðeldi og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi í leiðinni. Svæðið mun prýða sápukúlum
og tónlist mun óma um svæðið, Ísbúð Akureyrar verður með ísvagn á svæðinu og í samstarfi við
Amtbókasafnið verður settur upp ratleikur um svæðið fyrir börnin. Gott væri fyrir fjölskyldur að koma með teppi, viðeigandi klæðnar og smurt nesti til að allir geti notið sín í hvaða veðri sem er :)

 

 

 

 

 

 

 

 
Poppað yfir varðeldi á skógardeginum á Birkivelli

 

 

 

 

 

 

 


Sveppafræðsla á Birkivelli

 

 

 

 

 

 

 

 


Ísbúð Akureyrar með ísvagn á svæðinu

 

Það verður ekki erfitt að gera sér glaðan dag á skógardeginum í ár þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hittumst hress og kát á skógardeginum um Verslunarmannahelgina!

 


Svæði

Fylgdu okkur á facebook