15.07.2022
Sunnudaginn 31.júlí klukkan 13:00 verður haldin hæfileikakeppni unga fólksins á Glerártorgi.
Ef þú er með einhverja hæfileika og ert 16 ára eða yngri þá er um að gera að skrá sig og taka þátt; söngur, dans, töfrabrögð, jójó, sirkus eða hvað sem er! Glæsileg verðlaun veitt fyrir besta atriðið. Keppnin er í boði Kid´s Coolshop og Arion banka.
Verðlaunin eru frá Kids Coolshop, Eldhafi, Turninum ísbúðinni og NOVA.
Dansatriði frá STEPS - Dancecenter verður flutt á meðan dómnefndin ákveður siguratriðin sem fá að flytja atriði sín á stóra sviðinu á Sparitónleikunum á sunnudagskvöldinu.
Skráning fer fram í verslun Kids Coolshop á Glerártorgi á afgreiðsluborðinu.
*fréttin er birt með fyrirvara um breytingar