Kata Vignis verður kynnir á Sparitónleikunum 2024

Kata Vignisdóttir verður kynnir hátíðarinnar Einnar með öllu 2024.

Kata fór með hlutverk Jennýar í söngleiknum Chicago í uppsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna sem dansari ársins, en sýningin sló rækilega í gegn og fékk 7 tilnefningar og vann tvær þeirra.

Kata er með BA gráðu í dansi og hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni síðan m.a. sem dansari, danshöfundur, kynnir og spyrill. Við hlökkum mikið til að vinna með henni Kötu í að gera hátíðina ógleymanlega!