11.07.2022
Sunnudaginn 31.júlí ætla meðlimir í Rafhjólaklúbb Akureyrar að standa fyrir rafhjólaleikunum sem byrja í Kjarnaskógi.
Þar verður grín og glens og skemmtilegar áskoranir. Leikarnir hefjast klukkan 13:00 sunnudaginn 31. júlí.
Farið verður upp margar af skemmtilegustu rafhjólabrekkum bæjarins og alltaf eru hjáleiðir í boði ef einhver vill sleppa úr brekku. Svo er endað í Fálkafelli þar sem hjólarar geta valið hvort þeir hjóla í bæinn eða fara hjólabrautina útí Kjarnaskóg aftur.
Ekkert nema fjör og glens. Kynnið ykkur dagskránna nánar á www.akureyri.bike
*Birt með fyrirvara um breytingar